Habasit plastkubbaböndin eru úr hágæða efni.
Habasit er leiðandi í þróun og framleiðslu á vönduðu færibandaefni með áherslu á góða endingu og auðveld þrif. Þessi hágæðaframleiðsla ásamt fjölbreyttu úrvali hefur gert þá að einum stærsta reimaframleiðanda í heiminum.
Kostir Habasit plastkubba bandanna eru m.a. að þau eru sterkbyggð, yfirborð afar slétt og allir kubbar með sporiskjulöguðum götum f. samsetningarpinna. Allt þetta stuðlar að auðveldum þrifum. Samsetningarpinnar eru með brík sem læsir þá fasta við kubbana en þó er auðvelt að ná þeim úr og opna bandið þegar það þarfnast viðhalds. Þá eru Habasit drifhjólin sérstaklega hönnuð til að gefa gott grip og eykur þar með endingu hennar.
